ARPANET

Kort af ARPANET frá 1977

Advanced Research Projects Agency Network eða ARPANET var fyrsta tölvunet heims sem notaðist við pakkabeiningu og síðan samskiptareglurnar TCP/IP. Netið var fyrirrennari Internetsins. Það var upphaflega þróað á vegum rannsóknarstofnunar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna (ARPA, síðar DARPA) og var ætlað að tengja saman tölvur í háskólum og rannsóknarstofnunum innan Bandaríkjanna.

Upphaflega hugmyndin að ARPANET kom frá tölvunarfræðingnum J. C. R. Licklider sem hóf störf hjá ARPA árið 1963. Árið 1968 var verkáætlun búin til og þróun þess boðin út. BBN Technologies fékk verkið og þróaði skeytagátt (beini) sem tengdi tölvurnar saman með raðtengjum. Í fyrstu uppsetningu netsins voru fjórar slíkar gáttir settar upp; í Kaliforníuháskóla, Los Angeles, Stanford Research Institute, Kaliforníuháskóla, Santa Barbara og Utah-háskóla. Netið var lýst „virkt“ árið 1975 og samskiptamiðstöð varnarmálaráðuneytisins tók við rekstri þess af ARPA. Eftir að NSFNet var stofnað fyrir net háskóla og rannsóknarstofnana 1985 var ARPANET að mestu lagt niður.

  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að .
Other Languages
Afrikaans: ARPANET
Alemannisch: ARPANET
العربية: أربانت
български: ARPANET
català: ARPANET
کوردی: ئارپانێت
čeština: ARPANET
dansk: Arpanet
Deutsch: Arpanet
Ελληνικά: ARPANET
English: ARPANET
Esperanto: ARPANET
español: ARPANET
eesti: ARPANET
euskara: ARPANET
فارسی: آرپانت
suomi: ARPANET
français: ARPANET
galego: ARPANET
עברית: ARPANET
hrvatski: ARPANET
magyar: ARPANET
Bahasa Indonesia: ARPANET
italiano: ARPANET
日本語: ARPANET
한국어: 아파넷
kurdî: ARPANET
lietuvių: Arpanet
latviešu: ARPANET
Bahasa Melayu: ARPANET
Nederlands: ARPANET
norsk: ARPANET
polski: ARPANET
português: ARPANET
română: ARPANET
русский: ARPANET
Scots: ARPANET
srpskohrvatski / српскохрватски: ARPANET
Simple English: ARPANET
slovenčina: ARPANET
slovenščina: Arpanet
shqip: ARPANET
српски / srpski: ARPANET
svenska: ARPANET
Tagalog: ARPANET
Türkçe: ARPANET
українська: ARPANET
Tiếng Việt: ARPANET
中文: ARPANET