Aðalsteinn (Englandskonungur)

Kista Aðalsteins konungs í Malmesbury-klaustri.

Aðalsteinn Englandskonungur betur þekktur sem Aðalsteinn hinn sigursæli (um 895 – 27. október 939) var konungur á Englandi á árunum 925939. Hann var sonur Játvarðar eldri, sem var konungur 899 – 924, og sonarsonur Alfreðs mikla. Hann var ekki krýndur fyrr en 4. september 925, meira en ári eftir að faðir hans dó. Hugsanlega var Elfward hálfbróðir hans konungur á milli þeirra en hann dó fáeinum vikum á eftir föðurnum.

Aðalsteinn hafði sigur í miklum bardaga við Ólaf Skotakonung árið 937, sem Egill Skallagrímsson og Þórólfur bróðir hans tóku þátt í. Sá bardagi er talinn einn hinn merkasti í sögu Englands því að það var í raun þá fyrst sem Englendingar börðust sem ein þjóð gegn innrásarliði Kelta og norrænna víkinga. Um orustuna er til kvæði á fornensku: Orustan við Brunanborg.

Aðalsteinn Englandskonungur var sá sem fóstraði Hákon, son Haralds hárfagra. Aðalsteinn leyfði Eiríki blóðöxi að setjast að í Englandi, eftir að hann var hrakinn úr landi í Noregi.

Aðalsteinn var ókvæntur og erfði Játmundur bróðir hans kórónuna eftir hans dag.Fyrirrennari:
Játvarður eldri
eða Elfward
Konungur Englands
(925939)
Eftirmaður:
Játmundur 1.


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að .
Other Languages
العربية: أثيلستان
تۆرکجه: اتلستن
беларуская: Этэльстан
беларуская (тарашкевіца)‎: Этэльстан
български: Етелстан
català: Etelstan
čeština: Ethelstan
Cymraeg: Athelstan
English: Æthelstan
Esperanto: Adelstano
español: Athelstan
eesti: Athelstan
فارسی: اتلستن
suomi: Athelstan
français: Æthelstan
हिन्दी: ऍथलस्टैन
Հայերեն: Էթելսթան
Bahasa Indonesia: Ethelstan
ქართული: ათელსტანი
한국어: 애설스탠
Lëtzebuergesch: Athelstan
lietuvių: Atelstanas
latviešu: Etelstans
norsk nynorsk: Adalstein av England
polski: Athelstan
română: Athelstan
русский: Этельстан
Scots: Athelstan
srpskohrvatski / српскохрватски: Ethelstan Sjajni
Simple English: Athelstan
slovenčina: Athelstan
српски / srpski: Етелстан Сјајни
Türkçe: Athelstan
українська: Етельстан
Bân-lâm-gú: Æthelstan