Íslensk króna

Íslensk króna
Iceland 500 Kronur banknote of 1928.jpg
500 krónur (1928) (ekki í notkun í dag)
LandFáni Íslands Ísland
ISO 4217-kóðiISK
Skammstöfunkr.
Mynt100, 50, 10, 5, 1 krónur
Seðlar10000, 5000, 2000, 1000, 500 krónur

Íslensk króna (ISO 4217 kóði: ISK, oft skammstöfuð kr.) er opinber gjaldmiðill á Íslandi. Íslensk króna var fyrst gefin út af Landsbankanum árið 1876 á föstu gengi gagnvart dönsku krónunni og var hún þannig tengd verði á gulli með aðild að norræna myntbandalaginu.[1] Seðlabanki Íslands var stofnaður árið 1961 og frá árinu 1966 hefur hann haft einkarétt til útgáfu lögeyris á Íslandi. Árið 1981 var gerð myntbreyting þar sem felld voru brott tvö núll af verðgildi krónunnar, þannig að 100 gamlar krónur urðu að 1 nýrri krónu. Ein króna jafngilti upprunalega 100 aurum, en síðan 1. október 2003 hefur minnsta einingin verið 1 króna, og er auramynt nú verðlaus auk þess sem 100, 50 og 10 krónu seðlar hafa verið innkallaðir. Árið 2014 voru eftirtaldar einingar gildur lögeyrir á Íslandi:

  • Seðlar: 10000, 5000, 2000, 1000, 500, (100, 50, 10) krónur
  • Mynt: 100, 50, 10, 5, 1 krónur

Frá því að norræna myntbandalagið leið undir lok vegna fyrri heimsstyrjaldarinnar og tengingin við gullverð féll þar með niður, hefur verðmæti íslensku krónunnar til lengri tíma litið, jafnan farið lækkandi líkt og flestra gjaldmiðla annarra þjóðríkja á sama tímabili. Í mars 2001 var tekin upp flotgengisstefna þar sem verðlagning krónunnar var gefin frjáls í gjaldeyrisviðskiptum, og hækkaði gengi hennar talsvert í kjölfarið eða allt þar til í árslok 2005 þegar það hafði náð nánast sama gildi og í árslok 1991. Árið 2006 hóf gengið svo aftur að lækka allt fram að bankahruninu 2008 þegar það féll um næstum helming á síðasta fjórðungi ársins og voru þá sett höft á fjármagnsflutninga en með þeim hefur lækkunin gengið að nokkru leyti til baka og gengið haldist tiltölulega stöðugt. Á Íslandi fór magn seðla og myntar í umferð sem hlutfall af landsframleiðslu, lækkandi fram til ársins 2008, en hefur aukist nokkuð aftur síðan þá, ekki síst með útgáfu nýrra 10.000 króna seðla sem hófst í október 2013. Í stað seðla og mynta nota Íslendingar í sífellt ríkari mæli rafræna greiðslumiðla á borð við debetkort, kreditkort og netbanka.

Other Languages
asturianu: Corona islandesa
azərbaycanca: İslandiya kronu
žemaitėška: Islandėjės kruona
беларуская: Ісландская крона
беларуская (тарашкевіца)‎: Ісьляндзкая крона
български: Исландска крона
বিষ্ণুপ্রিয়া মণিপুরী: আইসল্যান্ডিক ক্রোনা
bosanski: Islandska kruna
Esperanto: Islanda krono
Gaeilge: Króna
hrvatski: Islandska kruna
Bahasa Indonesia: Króna Islandia
lietuvių: Islandijos krona
македонски: Исландска круна
Nederlands: IJslandse kroon
norsk nynorsk: Islandsk króna
português: Coroa islandesa
srpskohrvatski / српскохрватски: Islandska kruna
Simple English: Icelandic króna
slovenčina: Islandská koruna
српски / srpski: Исландска круна
українська: Ісландська крона
中文: 冰岛克朗
Bân-lâm-gú: Peng-tó króna
粵語: 冰島克朗