Ævintýri Lísu í Undralandi

Myndskreyting sem sýnir Lísu, hérann og óða hattarann í teboði sem átti ekki að taka enda.

Ævintýri Lísu í Undralandi eða Lísa í Undralandi (e. Alice's Adventures in Wonderland) er skáldsaga eftir breska heimspekinginn Lewis Carroll. Á frummálinu var hún fyrst gefin út árið 1865.

Bókin er sú fyrsta bókin í bókaröð sem segir frá uppátækjum ungrar stúlku að nafni Lísa, sem hefur ögn frjórra ímyndunarafl en flestir þora að viðurkenna. Sagan er uppfull af þrautum, rökvillum og mótsögnum og öðrum heimspekilegum vangaveltum höfundarins.

Sagt er að sagan um Lísu hafi verið sögð í fyrsta skiptið um borð í árabát, en þar kepptist Carroll við að halda litlum frænkum sínum uppteknum með því að spinna söguna. Þegar sagan var svo skrifuð tók hún á sig nýjar víddir.

Persónur

  • Dúdúfuglinn
  • Falska skjaldbakan
  • Broskötturinn
  • Hjartadrottningin
  • Hvíta kanínan
  • Tólffótungurinn
  • Lísa (aðalpersóna)
  • Hattarinn
Other Languages
Alemannisch: Alice im Wunderland
беларуская (тарашкевіца)‎: Алесіны прыгоды ў дзівоснай краіне
Lingua Franca Nova: Alisia en la pais de mervelias
norsk nynorsk: Alice i Eventyrland
srpskohrvatski / српскохрватски: Alice's Adventures in Wonderland
српски / srpski: Alisa u zemlji čuda